Smábátum aftur farið að fjölga


1. janúar 1991 komu til framkvæmda ákvæði laga um stjórn
fiskveiða þar sem smábátar 6 brl. og stærri voru kvótasettir (aflamarksbátar).  Bátar undir því stærðarmarki gátu hins
vegar valið á milli kvótasetningarinnar eða sérstaks veiðikerfis sem
kennt var við banndaga.  Þeir bátar sem völdu síðari kostinn afsöluðu sér rétti til netaveiða, máttu einungis nota línu eða handfæri (krókabátar)
og urðu að sætta sig við víðtækar takmarkanir í formi banndaga.  Einnig var í lögunum að 1. september
1994 færu þeir í kvótakerfi þar sem hlutur þeirra yrði 2,18% af úthlutuðum afla
í þorski, skiptist eftir áunninni veiðireynslu áranna 1991, 1992 og 1993.  

 

Viðmiðunarárin til kvóta voru 1987, 1988 og 1989.  Síðasta árið til viðmiðunar náði fjöldi
smábáta áður óþekktum tölum, 8-8-1 bátar lönduðu afla það ár.  Frá þeim tíma hefur smábátum fækkað
jafnt og þétt ef undan er skilið fiskveiðiárið 1-20-2000.  Fjöldi þeirra var kominn niður í
715, 8-20-2007 hafði því fækkað um 3-1-1 á 18 árum.

Fækkunin var aðallega bundin við aflamarksbáta, en fjöldi
krókabáta var stöðugur allt til þess að sóknardagakerfið var aflagt 1.
september 2004.

 

Tilkoma strandveiða hefur snúið þessari þróun við.  Alls lönduðu 932 smábátar afla á sl.
fiskveiðiári sem er 217 bátum fleira en frá fyrra ári.  Fjölgun þeirra útgerða sem hafa
tekjur af útgerð smábáta hefur því aukist um 30% á einu ári.  

 

Sjá nánar.pdf