Þorskur og ýsa fyrir 10 milljarða á erlenda fiskmarkaði

Á síðasta fiskveiðiári var fluttur út óunninn afli á erlenda
fiskmarkaði í gámum og með veiðiskipum að verðmæti 17,8 milljarða króna.

Hlutur ýsu var langmestur eða rúmur þriðjungur, alls 6,4
milljarðar.  Verðmæti þorsks var
3,3 milljarðar og verðmæti karfa 2 milljarðar.

Mikil aukning varð í magni þorsks milli fiskveiðiára, um
3000 tonn sem jafngildir 51%. 
Minna var hins vegar flutt út af ýsu, samdráttur um 6%.

Alls var verðmæti þorsks og ýsu 9,7 milljarðar á móti 6,6 á
fiskveiðiárinu 8-20-2007.

Þegar reiknað er til kílósverðs milli fiskveiðiáranna, er hækkun
ýsunnar langt umfram þorskinn eða 46% á móti 12% á hvert þorskkíló.

 

Unnið upp úr frétt frá Fiskistofu

,