Stjórn Hrollaugs vill breytingar á „skötuselsfrumvarpi“ og aukinn þorsk- og síldarkvóta

Stjórn Smábátafélagsins Hrollaugs kom saman til fundar í gær 8.
desember.  Á fundinum var m.a. rætt
um þá erfiðu stöðu sem nú blasir við þjóðinni og mikilvægi þess að auka verðmæti
í sjávarútvegi og fá þannig verðmætan gjaldeyri inn í landið.

Eftirfarandi var samþykkt á fundinum:

1.            Smábátafélagið
Hrollaugur mótmælir „skötuselsfrumvarpinu“ eins og það er sett
fram.   Stjórnin telur frumvarpið illa ígrundað og vanhugsað. Smábátatafélagið
Hrollaugur lýsir stuðningi við ætlun ráðherra að auka skötuselskvótann, en skorar á hann að ætla 500 tonn til að mæta meðafla við grásleppuveiðar
og úthluta afganginum með hefðbundnum hætti til þeirra sem
hafa hlutdeild í skötusel.  

 

2.           
Smábátafélagið Hrollaugur skorar á sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra að gefa
strax út aukinn þorskvóta, 40 þúsund tonn.  Stjórnin bendir á að nægur þorskur
er á miðunum allt í kringum landið.

 

 3.            Smábátafélagið Hrollaugur skorar á sjávarútvegsráðherra
að gefa strax út meiri
síldarkvóta í ljósi þess að mest öll síld á vertíðinni hefur farið til manneldis.  Vandfundin eru mótrök við auknum
kvóta í ljósi yfirlýsinga Hafró um
að stór hluti síldarinnar drepist. 
Með veiðum væri verið að bjarga verðmætum
og fá þar með verðmætan gjaldeyri inn í landið.  

 

 

Í stjórn Hrollaugs eru:

 

Arnar Þór
Ragnarsson formaður

Unnsteinn
Þráinsson gjaldkeri

Friðþór
Harðarson  ritari                                                                                       

,

 ,

Stjórn Landssambands smábátaeigenda ályktar um aukningu þorskveiðiheimilda