„Skötuselsfrumvarpið“ afgreitt úr nefnd

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða
hefur verið afgreitt frá sjávarútvegsnefnd til 2. umræðu á Alþingi.  Í frumvarpinu er m.a. lagt til að
línuívilnun verði aukin úr 16% í 20% og trektarbátar fái einnig ívilnun sem
verði 15%.  Það veldur vonbrigðum
að sjávarútvegsnefnd hafi ekki orðið við beiðni LS um að vélabátar fái ívilnun.

Þá tekur frumvarpið til geymsluréttar, verður 15% í stað 33%,
að veiðiskylda verði aukin, úthlutunar á viðbótarkvóta á skötusel gegn gjaldi
o.fl. þáttum.

Ekki er á þessari stundu ljóst hvenær 2. umræða um frumvarpið verður á dagskrá.

 

Sjá álit meirihluta sjávarútvegsnefndar