Fyrirspurn til LÍÚ varðandi strandveiðar

Frá
því Landssamband smábátaeigenda var stofnað 1985 hafa ályktanir aðalfunda LÍÚ
ekki verið ýkja vinsamlegar í garð smábátaútgerðarinnar. 

 

Nýjasta
dæmið er samþykkt aðalfundar LÍÚ í október sl, en hún hljóðaði nokkurn vegin
svona:

 

LÍÚ
mótmælir því harðlega að svokallaðar strandveiðar hafi tekist vel sl. sumar. Þvert
á móti voru þær eins misheppnaðar og efni stóðu til. Strandveiðarnar stuðluðu
ekki að nýliðun né bættri aflameðferð, ekki að bættu öryggi sjómanna og stuðluðu
alls ekki að sátt um fiskveiðistjórnina. Fundurinn leggur því til að strandveiðar
verði ekki heimilaðar áfram og beinir því til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
að mismunun milli útgerðaflokka sem felst í strandveiðum, línuívilun og byggðakvóta
verði hætt.

 

Síðasta
setningin er fullyrðing um að meðlimir LÍÚ séu útilokaðir frá strandveiðum, línuívilnun
og byggðakvóta.

 

Það
er haugalygi.  Strandveiðar, línuívilnun og byggðakvóti stendur félagsmönnum
LÍÚ jafnt til boða sem öðrum.  Ástæða þess að þeir notfæra sér ekki tvo
fyrst töldu liðina er einfaldlega sú að útgerðir LÍÚ telja ekki hagkvæmt að
gera út á þá valkosti.  Hvað þriðja liðinn varðar gegnir öðru og best að
viðkomandi stórútgerðir skýri mál sitt án aðstoðar undirritaðs.

 

Hluti
þessarar stórbrotnu ályktunar aðalfundar LÍÚ 2009 hljómaði svo: „Þvert á móti
voru þær (strandveiðarnar) eins misheppnaðar og efni stóðu til’:

 

ÉG
(undirritaður) á litla trillu, Dagbjörtu RE 10.  

Þetta
er Skel 26, smíðuð 1991, með 53 ha Yanmar vél.

 

Þar
sem ég er óforbetranlegur trillukarl í hjarta mínu stóðst ég ekki mátið og
setti á dugguna strandveiðileyfi sl. sumar.  Ég fór í 10 róðra út á Faxaflóann
þegar best var og blíðast.  Ekki var veiðin beisin.

 

Ég
veiddi tæp 2,7 tonn af fiski og eyddi í það um 270 lítrum af olíu, u.þ.b. 0,1 líter
á hvert veitt kíló af fiski.  Ég var að veiða á svæði D – lang lélegasta
svæðinu fyrir handfæraveiðar við landið á tímabilinu júlí-ágúst.  

 

Mín
spurning til forsvarsmanna LÍÚ er þessi:  

Í
ljósi þeirrar fullyrðingar að strandveiðarnar hafi verið „eins mislukkaðar og
efni stóðu til’:  

Hver
var olíueyðslan að jafnaði pr kíló af fiski við botnfiskveiðar hjá LÍÚ flotanum
frá miðjum júlí til loka ágúst 2009?

 

Arthur
Bogason

Formaður Landssambands smábátaeigenda

,

Þorskur 17. julí 09[1].tiff         

      

Fyrning aflaheimilda