1.
janúar sl. komu til framkvæmda breytingar á lögum um tekjuskatt (L. 3-20-90) sem Alþingi samþykkti 21.
desember sl. LS hefur tekið saman
yfirlit um helstu breytingarnar og eru þær eftirfarandi:
Nýr málsliður við 1. mgr. 11. gr. laganna
„Hjá
þeim skattaðilum sem skylt er að reikna sér endurgjald skv. 2. mgr. 1. tölul.
A-liðar 7. gr. skal telja til tekna sem laun skv. 1. tölul. A-liðar 7. gr. 50%
af heimilum úthlutuðum arði samkvæmt lögum um hlutafélög og lögum um
einkahlutafélög, að því marki sem heimil arðsúthlutun félagsins er samtals
umfram 20% af skattalega bókfærðu eigin fé þess í árslok viðmiðunarárs.“
Hér að neðan eru tekin þrjú dæmi um
mismunandi arðgreiðslu sem sýna hvernig þær skiptast á skattstofna. Sjá hér.pdf
*)Þarf að telja fram í sama mánuði og ákvörðun um
greiðslu arðs er tekin. Gert er ráð fyrir að tekjur falli í 40% skattþrepi, 4%
greiðast í lífeyrissjóð og 8% mótframlag.
Ath. taflan fæst send á excel formi til þeirra sem
þess óska – orn@smabatar.is
58. gr. viðbót
„Ríkisskattstjóri setur árlega
við upphaf tekjuárs reglur um reiknað endurgjald og birtir þær að fenginni
staðfestingu fjármálaráðherra. Við
ákvörðun lágmarksendurgjalds skal höfð hliðsjón af raunverulegum tekjum fyrir
sambærileg störf að viðbættum hvers konar hlunnindum og skiptir ekki máli
hvernig þau eru greidd eða í hvaða formi þau eru. Ákvörðun reiknaðs endurgjalds samkvæmt þessari málsgrein er
óháð ákvörðun launa skv. 11. gr..“
Úr
frumvarpi um breytingar á 58. gr. – skýring
„Lagt er til að
ríkisskattstjóri setji viðmiðunarreglur um reiknað endurgjald sem
fjármálaráðherra staðfesti. Þá er
lagt til að tekinn verði af allur vafi um það að reiknað endurgjald samkvæmt
árlegum viðmiðunarreglum er miðað við almenn mánaðarlaun án hlunninda og er
þannig lágmarksfjárhæð. Þannig
skal t.d. tekjufæra bifreiðahlunnindi til viðbótar reiknuðu endurgjaldi
samkvæmt viðmiðunarrreglum en óheimilt er að lækka þær lágmarksfjárhæðir sem
hlunnindunum nemur.
Enn fremur eru
tekin af tvímæli um að þegar arðgreiðslur skulu taldar til launa er eigi heimilt
að lækka lágmarksviðmiðun reiknaðs endurgjalds sem þeim nemur.“
Hér er það nýmæli að laun greidd sem hlunnindi bætast við reiknað
endurgjald þegar tekjuskattsstofn er ákvarðaður til staðgreiðslu. Mönnum er m.ö.o. ekki lengur heimilt að
taka laun sín í hlunnindum að hluta.
Tekjuskattur lögaðila.
71. gr. Tekjuskattur lögaðila skal vera 18%1) (var 15%) af
tekjuskattsstofni.
Tekjuskattur annarra lögaðila, sbr. 3., 4. og 5. tölul. 1.
mgr. 2. gr., skal vera 32,7%2) (var 23,5%) af tekjuskattsstofni.
1) Hlutafélaga og einkahlutafélaga 2)
Sameignar- og samlagsfélög
,
,
Tryggingagjald 2. gr. Atvinnutryggingagjald
skal vera 3,81% (2,21% sem áður var) af gjaldstofni skv. III. kafla.
18. gr. Fjárframlag til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóða skal nema 5-3-0%
(0,25% fyrir breytingu).
Samtals er því lögbundið tryggingagjald orðið 8,65%. Fjölmargir smábátaeigendur kaupa sér slysatryggingu á áhöfn
sem tryggir útgerðinni endurgreiðslu á greiddum aflahlut vegna slysabóta í allt
að tvo mánuði. Fyrir það greiða
þeir 0,65% af launum sjómanna, en með því verður tryggingagjaldið alls 9,3%.
,