Brýnt að auka línuívilnun strax

Eins og fram kom hér á heimasíðunni 18. desember sl. hefur
Alþingi til meðferðar frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingar á lögum um
stjórn fiskveiða.  Þar er meðal
annars kveðið á um aukna ívilnun við línuveiðar. 

Þegar aflatölur um nýtingu línuívilnunar á fyrsta tímabili
yfirstandandi fiskveiðiárs eru skoðaðar sést að afar brýnt er að hraða eins og
kostur er samþykkt frumvarpsins, þannig að ívilnunin nýtist að fullu.

Á tímbilinu sem lauk 30. nóvember sl. var ætlað 0-0-1 tonn
af þorski til línuívilnunar en aðeins 461 tonn nýttust til hennar eða 43%.  Nýting var ögn skárri í ýsunni, en þar
nýttust 596 tonn til ívilnunar af 903 tonnum.

Sjá nánar

,