Búið að veiða 42% af leyfilegum þorskafla

Áramótin eru kjörin tími til að skoða aflastöðuna.   Í umfjöllun sem hér fylgir eru aflaheimildir miðaðar við
daginn í dag og afli tekur mið af bráðabirgðatölum Fiskistofu í gær 12. janúar.  Hér á eftir verður gerð grein fyrir
stöðunni í þorskinum og á morgun verður fjallað um ýsuna.


Þorskur  

Búið var að veiða 8-1-64 tonn sem er 42% af leyfilegum
heildarafla.  Þorskaflinn nú er
tæpum 11 þús. tonnum meiri en á sama tíma í fyrra, en þá hafði 32%
aflaheimildanna verið nýttar.   Ástæður þessa gætu verið nokkrar, trúlega ræður gott
verð þar mestu.   Auk þess
nefna viðmælendur að krókaaflamarksbátar búa við of rýrar veiðiheimildir í ýsu
og beita sér því meir í þorskinn, en hjá aflamarksskipum hefur ýsan gefið sig
verr það sem af er fiskveiðiári og því meiri áhersla lögð á þorskinn.

Það vekur athygli að nánast báðir útgerðarflokkarnir hafa
nýtt jafn mikið af þorskinum. 
Krókaaflamarksbátar 41%, en aflamarksskip 42%, sambærilegar prósentur á
sama tíma á síðasta fiskveiðiári var 30% hjá krókabátum og 33% í aflamarkinu.

 

Sjá tölur nánar.pdf