Fyrr í dag kynnti Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
„Úttekt á framgangi og áhrifum standveiðanna sumari 2009“.
Úttektin er unnin, af Háskólasetri Vestfjarða fyrir sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðuneytið, á tímabilinu september – desember 2009 og komu 5 þekkingar-
og fræðamiðstöðvar á landsbyggðinni ásamt Hákólasetrinu að úttektinni.
Á fundinum boðaði ráðherra framlagningu frumvarps um strandveiðar sem kæmi til framkvæmda í vor.
,Strandveiðar: Hugsanleg breyting á fyrsta róðrardegi í ágúst?