Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar styður strandveiðar

Á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar sem haldinn var í gær
21. janúar var samþykkt eftirfarandi tillaga:

„Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar fagnar skýrslu Háskólaseturs
Vestfjarða um framgang og áhrif strandveiða síðasta sumars.  Samkvæmt niðurstöðum hennar var mikil ánægja
með strandveiðarnar meðal flestra hagsmunaaðila en sérstaklega hjá
strandveiðimönnum.  Ennfremur kemur
fram að samfélagsleg markmið strandveiðanna um nýliðun, þekkingaöflun og
eflingu strandbyggða náðust.  Fullyrða
má að strandveiðarnar hleyptu lífi í minni sjávarbyggðir landsins og áhrif
þeirra á samfélögin voru mjög jákvæð. 

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hvetur stjórnvöld til að tryggja
áframhald strandveiða næsta sumar og festa þær í sessi og efla sem fastan punkt
í framtíðarskipulagi fiskveiða við landið, að undangenginni endurksoðun á
tilhögun veiðanna.“

 

Sjá nánar