Stjórnir Snæfells og Útvegsmannafélags Snæfellsness álykta


Stjórnir Snæfells – félags smábátaeigenda
á Snæfellsnesi og Útvegsmannafélags Snæfellsness héldu sameiginlegan fund í gær
25. janúar.  Á fundinum var
eftirfarandi samþykkt:

 

„Á sameiginlegum fundi stjórna ÚS
og Snæfells er varað við öllum hugmyndum um fyrningu aflaheimilda, þar sem að
ljóst er að það mun leiða til fjöldagjaldþrota í greininni sbr. skýrsla
Deloitte.

 

Skorað er jafnframt á sjávarútvegsráðherra
að fara varlega í allar breytingar á landhelgislögunum, nema í víðtæku samráði
við alla hagsmunaaðila.“