Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur tilkynnt að
heimila 130 þús. tonna veiði af loðnu. Af því koma rúm 90 þús. tonn í hlut íslenskra skipa samkvæmt
ákvæðum samninga við önnur lönd um nýtingu loðnustofnsins við Ísland, eins og
segir í fréttatilkynningu ráðuneytisins.
Í fréttatilkynningunni kemur einnig fram að Jón Bjarnason sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðherra leggi áherslu á að veiðum og fullvinnslu „verði hagað
með þeim hætti, að sem mestur þjóðhagslegur ábati skapist af þessari auðlind.“.
Gera má ráð fyrir að útflutningsverðmæti þessa magns geti orðið
10 milljarðar.