Loðnuveiðar – Hafró mælir með 130 þús. tonnum

Í frétt frá Hafrannsóknastofnun kemur fram að loðnumælingar
hafi leitt í ljós að stærð hrygningarstofns loðnu sé nú áætlaður um 530 þúsund
tonn.  

Samkvæmt aflareglu er gert ráð
fyrir að 400 þúsund tonn séu skilin eftir til hrygningar.  Í ljósi þessara upplýsingar hefur Hafrannsóknastofnunin
lagt til við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið að hámarksafli á vertíðinni
verði 130 þús. tonn.

 

Sjá nánar