Grásleppunefnd LS fundar um komandi vertíð


Í
dag heldur Grásleppunefnd LS árlegan fund.  Þar verða rædd málefni komandi vertíðar.  Veiðitími, söluhorfur og markaðurinn
almennt.

Á
fundinum verður gerð grein fyrir LUROMA 2010, sem haldinn var í Kaupmannahöfn
sl. föstudag.   Sá fundur var
sá stærsti frá upphafi, en fyrsti fundurinn var haldinn 1989, en alls sátu fundinn
40 aðilar.   Fulltrúar
veiðimanna og framleiðenda kavíars og fulltrúi stjórnvalda á Nýfundnalandi.

Á
LUROMA 2010 kom m.a. fram að birgðastaða er nú í algjöru lágmarki og kallar markaðurinn
því eftir góðri vertíð.

Aðalfundur
LS samþykkti að veiðidagar á vertíðinni 2010 yrðu 60 sem er tveimur færra en á
síðustu vertíð.  Auk þess að
veiðitímabil verði óbreytt og skötuselur sem meðafli við grásleppuveiðar
teljist ekki til króka- eða aflamarks.