Hrollaugur – nægur þorskur allt í kringum landið – 40 þús. tonn strax


 

Hrollaugur á Hornafirði hélt almennan félagsfund 15. febrúar
2010.  Góð mæting var á fundinn og
hiti í mönnum.  Fjölmörg mál voru
til umræðu og lauk þeim öllum með því að ályktað var um þau.    Eftirfarandi var samþykkt:

 

1.  Smábátafélagið Hrollaugur er alfarið á móti
fyrningarleiðinni.

Greinargerð.
Fyrningarleið skapar mikla óvissu um framtíð sjávarútvegs á Íslandi
og veldur beinni tekjuskerðingu fyrir sjómenn, enda mun hún stuðla að því að sjómenn
taki þátt í kvótaleigu.

 

2.  Smábátafélagið Hrollaugur mótmælir skötuselsfrumvarpinu
eins og það er sett fram.  Til að
leysa vanda grásleppuútgerða verði leyfður ótakmarkaður Hafróafli við
grásleppuveiðar.  

 

3.  Smábátafélagið Hrollaugur mótmælir mismunun sem felst í
línuívilnun milli landróðrabáta og skorar á stjórn Landssambands smábátaeigenda
að vinna að jöfnuði innan greinarinnar.

 

4. Smábátafélagið Hrollaugur er hlynnt strandveiðum og leggur til að
byggðakvóti verði notaður í þær veiðar.
 

 

5. Smábátafélagið Hrollaugur lýsir áhyggjum á fjársvelti á þyrlusveit
Landhelgisgæslunnar.

 

6. Smábátafélagið Hrollaugur bendir á að aflagjald var sett á til
að ná sátt um kvótakerfið, þar sem engin sátt hefur náðst leggur félagið til að
gjaldið verði lagt niður.

  

7. Smábátafélagið Hrollaugur skorar á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
að gefa strax út aukinn þorskkvóta, 0-0-40 tonn.  Hrollaugur bendir á að nægur þorskur er á miðunum allt í kringum landið.

  

8. Smábátafélagið Hrollaugur mótmælir hugmyndum um niðurfellingu
sjómannaafsláttar.

 

 

Í stjórn Hrollaugs eru:

Arnar Þór
Ragnarsson  formaður

Unnsteinn Þráinsson    gjaldkeri

Friðþór
Harðarson       ritari

,