Krókaaflamarksbátar búnir að veiða 89% af heimildum í ýsu


Þrátt fyrir að fiskveiðiárið sé ekki hálfnað hafa
krókaaflamarksbátar veitt 89% af heimildum sínum í ýsu.  Staða fjölmargra útgerða er orðin grafalvarleg,
þar sem erfiðlega gengur að nýta þorskinn öðru vísi en að fá ýsu með.  Það stefnir því í stöðvun útgerða hjá
fjölmörgum aðilum.  Afleiðingar eru
margvíslegar, atvinna hundruða sjómanna í húfi, afkoma tuga útgerða og yfirvofandi skortur á ýsu á
markaði sem gefa hæstu verðin.


,

Ástæður þess að skortur á veiðiheimildum í ýsu
blasir nú við eru einkum þær að úthlutun var minnkuð um þriðjung og afar erfitt
er að fá leigðan ýsukvóta frá stórútgerðinni.  Það sem af er ári hafa krókaaflamarksbátar leigt til sín
3-4-1 á móti 0-9-2 tonnum á sama tíma í fyrra. 

Margir hafa furða sig á tregðu stórútgerðarinnar
að leigja frá sér.  Þar er einkum
bent á tvö atriði.  Annars vegar að
stórútgerðin hefur aðeins veitt 30% af veiðiheimildum sínum í ýsu og hins vegar
að yfirvofandi er lagabreyting sem minnkar geymslurétt úr 33% í 15%.   
,