Ákvörðun um heildarafla – aflaráðgjafanefnd lögleidd – veiti ráðherra ráðgjöf


Ásbjörn Óttarsson hefur mælt fyrir frumvarpi um
breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. 
Í frumvarpinu er kveðið á um að auk Hafrannsóknastofnunar skuli aflaráðgjafanefnd
veita sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ráðgjöf um heildarafla.


Í greinargerð með frumvarpinu segir m.a. að „tillögur
nefndarinnar skuli liggja fyrir á sama tíma og tillögur Hafrannsóknastofnunarinnar“.  „Lagt er til að nefndinni verði gert að
byggja tillögugerð sína m.a. á reynslu og þekkingu sjómanna og þeim gögnum sem
verða til við störf þeirra á vettvangi tillögugerðar.  Með þessu yrði tryggt að reynsla sjómanna og þekking þeirra nýtist
við ákvörðun um heildarafla.“

 

Sjá frumvarpið í heild