Grásleppumál – Góðar markaðshorfur í ár

Hér er viðtal við Örn Pálsson sem birtist í Fiskifréttum 18.febrúar sl. um grásleppumál. 


Íslendingar veiddu um helming heimsafla af
grásleppuhrognum í fyrra

 

Nú styttist í að veiðar á grásleppu hefjist hér við
land. Á síðasta ári fluttu Íslendingar út grásleppuafurðir fyrir um 2,5
milljaðra króna og markaðshorfur fyrir árið í ár eru góðar.

 

Fyrr í mánuðinum var
haldinn í Kaupmannahöfn árlegur alþjóðlegur fundur um grásleppumál. Fundirnir
ganga undir heitinu LUROMA (Lumpfish Roe Matters) og hefur Landssamband
smábátaeigenda með á höndum undirbúning, skipulagningu og stjórnun þeirra. ,,Ég
hef aldrei orðið var við jafnmikinn áhuga á fundinum og að þessu sinni. Tæplega
40 manns mættu og voru það fulltrúar frá veiðimannasamtökum, framleiðendum
kavíars ásamt út- og innflytjendum sem og aðilum í smásölu. Þetta er
fjölmennasti fundurinn frá upphafi,“ sagði Örn Pálsson, framkvæmdastjóri
Landssambands smábátaeigenda, í samtali við Fiskifréttir.

 

,,Þetta gefur
vissulega tilefni til bjartsýni fyrir komandi vertíð á Íslandi,“ bætti Örn við
en auk Íslendinga eru helstu veiðiþjóðirnar Nýfundlendingar, Grænlendingar og
Norðmenn.   

 

Markaðurinn þarf rúmlega 30 þús.
tunnum

,,Vertíðin við Nýfundnaland hefur brugðist 3 ár í röð en veiðin annars
staðar hefur gengið samkvæmt væntingum og rúmlega það á Íslandi. Hvað sem því
líður er vert að hafa í huga að ekkert tilefni er til að afskrifa veiðar
Nýfundlendinga. Árið 2002 datt veiðin hjá þeim niður í lítið sem ekki neitt en
tveimur árum síðar veiddu þeir rúman þriðjung heimsaflans,“ sagði Örn.

 

Örn gat þess að fulltrúar veiðiþjóðanna hefðu jafnframt haldið
sérstakan fund í Kaupmannahöfn um veiðarnar á þessu ári. Hann sagði að menn
hefðu verið sammála um það að afar mikilvægt væri að veiða það mikið að ekki yrði
skortur á markaðnum. ,,Ákveðið var stefna að því að veiða að minnsta kosti 28
þúsund tunnur. Kavíarmarkaðurinn fyrir grásleppuhrogn er talinn þurfa rúmlega
30 þús. tunnur á komandi vertíð sem er nokkru meira en árleg notkun.  Ástæða þess er að mestu tilkominn vegna
minni veiði á sl. ári en gert var ráð fyrir.  Áætlanir þá gerðu ráð fyrir 28 þús. tunnum en  heildarveiðin varð innan við 24 þúsund
tunnur og þar af veiddu Íslendingar sem svarar tæpum 0-6-11 tunnum af hrognum
sem er um helmingur heimsaflans,“ sagði Örn.

 

2,5 milljarða útflutningsverðmæti

Fram kom hjá Erni að
útflutningsverðmæti grásleppuafurða hefði aukist verulega milli áranna 2008 og
2009. Á síðasta ári voru flutt út frá Íslandi söltuð grásleppuhrogn fyrir 939
milljónir króna en árið á undan fyrir 562 milljónir. Nánast sama magn er á bak
við þessar tölur. Útflutningsverðmæti kavíars jókst hins vegar úr 810 milljónum
króna í 4-6-1 milljónir. Samanlagt jókst útflutningsverðmæt þessara afurða úr
1,4 milljörðum árið 2008 í um 2,5 milljarða árið 2009.

 

,,Samkvæmt
útflutningstölum var meðalverð fob á gráslepputunnunni á síðasta ári um 849
evrur eða 148 þúsund krónur íslenskar en var 697 evrur árið 2008. Þá hækkaði
kavíarinn í verði um 17% í evrum. Ég held að grásleppuhrogn og kavíar séu eina
sjávarafurðin sem hefur hækkað svo mikið í erlendri mynt milli ára og við erum
afskaplega ánægðir með það hvað vel hefur tekist til,“ sagði Örn.

 

Góðar markaðshorfur

,,Okkar skilaboð til
grásleppukarla á Íslandi eru þau að markaðshorfur fyrir grásleppuhrogn á
komandi vertíð séu góðar. Við hvetjum þá samt eins og við höfum alltaf gert til
að hefja ekki veiðar fyrr en þeir hafi tryggt sér kaupendur að hrognum á góðu
verði,“ sagði Örn.

 

Á síðasta ári var
lagt upp með það að grásleppuveiðin mætti standa í 50 daga hjá hverjum og einum
og var þá miðað við samfellt úthald. Sjávarútvegsráðherra bætti síðan við 12
dögum. Örn sagði að Landssamband smábátaeigenda hefði lagt það til við ráðherra
að vertíðin yrði 60 dagar í ár og mætti hefjast 10. mars á öllum veiðisvæðum
nema við Reykjanes en þar mætti byrja 1. mars eins og verið hefur undanfarin
ár.  Ráðherra hefur nú ákveðið að
reglugerðin verði óbreytt frá sl. ári og veiðidagar því 62.

 

,,Mikill áhugi er á
grásleppuveiðunum þetta árið á Íslandi. Segja má að verið sé að fella net út um
allt land. Í fyrra fjölgaði bátum með grásleppuleyfi um 50 en 277 bátar stunduð
veiðarnar þá. Ég tel að bátunum fjölgi eitthvað í ár en ekkert í líkingu við
það sem gerðist í fyrra,“ sagði Örn. 

 

Fór upp í 275 þús. kr. á tunnu

Örn var í lokin
spurður hvaða verð menn væntu að greitt yrði fyrir tunnu af grásleppuhrognum í
ár. ,,Á fundinum í Kaupmannahöfn var ekkert rætt um verð og á fundum í
grásleppunefnd LS hefur heldur ekki verið fjallað sérstaklega um verðið. Á
síðasta ári var meðalverðið 148 þúsund krónur á tunnuna eins og ég hef nefnt en
það fór hæst upp í 0-4-1 evrur á tunnu í október sem er um 275 þúsund krónur á
því gengi sem var þá. Um 260 tunnur voru á bak við þá sölu.

 

Ég get ekki nefnt
neina tölu um upphafsverð núna. Í fyrra var verðþróunin þannig að byrjað var að
selja á ákveðnu verði sem hækkaði síðan jafnt og þétt. Ég hef frekar trú á því
að verð á tunnu verði hátt í upphafi vertíðar að þessu sinni og haldist vonandi
hátt út vertíðina,“ sagði Örn Pálsson.

,

,

 

Grásleppumál til umfjöllunar á stjórnarfundi LS