Fiskistofa vísar á bug fullyrðingum LÍÚ um stjórnlausar strandveiðar


Fiskistofa hefur brugðist við frétt LÍÚ sem birtist á
heimasíðu sambandsins þar sem strandveiðum var enn eina ferðina fundið allt til
foráttu.  Veiðarnar væru stjórnlausar
og eftirlitsþátturinn hafi verið jafnmikið verkefni „og eftirlit með öllum
veiðum alls íslenska fiskiskipaflotans allan ársins hring“

Fram kemur í fréttatilkynningu Fiskistofu að
eftirlit með strandveiðum hafi að mestu verið rafrænt og miðað við fjölda
strandveiðibátanna og umfang veiðanna að þá hafi eftirlitið gengið mjög vel.

 

Um þennan þátt segir eftirfarandi í fréttatilkynningunni:

„Fiskistofa lagði áherslu á að koma á rafrænu
eftirliti með strandveiðum þar sem því var við komið og af þeim 6 sértæku
skilyrðum sem veiðarnar voru bundnar var rafrænt eftirlit haft með 4, þ.e. veiðum
á frídögum, tímalengd veiðiferðar, sjálfvirkum fjareftirlitsbúnaði og leyfilegu
aflahámarki á dag. Miðað við fjölda strandveiðibátanna og umfang veiðanna gekk
eftirlitið með þeim mjög vel, að mati Fiskistofu og það er fráleitt að halda því
fram að það hafi verið jafnmikið verkefni „og eftirlit með öllum veiðum alls íslenska
fiskiskipaflotans allan ársins hring“ og að strandveiðarnar hafi búið til „stjórnsýslulegan
óskapnað“eins og gert er í umræddri „frétt“ á heimasíðu LÍÚ.

 

Sjá fréttatilkynninguna í heild