Skalli hvetur til áframhaldandi strandveiða og ályktana sveitarstjórna”


Á  stjórnarfundi
Smábátafélagsins Skalla sem haldinn var á Sauðárkróki  7. mars 2010 var samþykkt eftirfarandi ályktun:

 

„Aðalfundur Skalla  fagnar 
framkomnu frumvarpi  um
strandveiðar og telur þær til hagsbóta fyrir félagsmenn  og aðra hagsmunaaðila á sínu svæði, sem
er frá Hvammstanga til Siglufjarðar.

Stjórnin hvetur sveitarstjórnir á þessu svæði til að
beita sér fyrir því að strandveiðar verði festar í sessi með þessum lögum sem
verður viðbót við þann sjávarútveg sem fyrir er.

 

Stjórn
Skalla bendir á skýrslu sem unnin var af Háskólasetrinu á Ísafirði en í henni
segir m.a.:

 

„Augljós
niðurstaða  úttektarinnar er sú að
almenn ánægja  var meðal þátttakenda
og hagsmunaaðila með veiðarnar og trú á því að þær gætu orðið hinum dreifðu
byggðum til góðs í framtíðinni.“

 

Miklir
hagsmunir eru í húfi fyrir aðila að það frumvarp sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
hefur  lagt  fram verði að lögum  sem fyrst þannig að hagsmunaaðilar geti
undirbúið sig til að mæta þessari viðbót við þann sjávarútveg sem fyrir er.

 

Stjórnin
hvetur því sveitarstjórnir á svæðinu til að álykta með samþykkt þessa
frumvarps.“

 

 

Formaður Skalla er Sverrir Sveinsson