Rafrænar afladagbækur – breyting á reglugerð

Breyting hefur verið gerð á reglugerð um afladagbækur.  Breytingin felur í sér að frá og með
16. júní 2010 verður skipstjórum allra skipa skylt að halda rafræna afladagbók.  Undanskildir ákvæðinu eru skipstjórar báta
minni en 10 BT að stærð og þeirra sem eru minni en 15 BT og fengu í fyrsta sinn
haffærisskírteini fyrir 1. maí 2002. 
Skipstjórum þessara báta verður áfram heimilt að halda afladagbók í bókarformi.

 

Sjá nánar tilkynningu frá Fiskistofu