Sjávarútvegsráðuneytið bregst hart við skrifum stofnvistfræðings LÍÚ

Sjávarútvegsráðuneytið hefur sent frá sér fréttatilkynningu
sem ber yfirskriftina „Um úthlutun aflaheimilda í skötusel“.  Þar er vitnað til greinar á vef LÍÚ
undir heitinu „Ábyrgar fiskveiðar eða vísvitandi ofveiði.“.   Í fréttatilkynningunni segir m.a. að greinin eigi „það
sammerkt með annarri umfjöllun samtakanna, að reynt er að gera ótrúverðugt
heimildarákvæði um veiðar á skötusel.“

Ástæður þess að SLR „sér sig nú knúið til að grípa til
andsvara er að grein þessi er rituð af stofnvistfræðingi hjá Landssambandi íslenskra
útvegsmanna.“, eins og segir í fréttatilkynningunni.

 

Sjá fréttatilkynninguna í heild