Af ítrekuðu tilefni eru hér með raktar helstu tölur varðandi umframveiði strandveiðibáta, sumarið 2009. Í þessari samantekt er eingöngu
fjallað um þorsk en það var eina tegundin sem var takmörkuð í strandveiðunum. Allar tölur eru byggðar á
upplýsingum frá Fiskistofu.
—
Fjöldi róðra strandveiðibáta 2009
var 7431. Í 6704 róðrum –
yfir 90% – var aflinn undir 800 kg
hámarkinu.
Meira en 800 kg var landað í 727
skipti, þar af 162 sinnum þar sem umframaflinn var innan við 10 kg (ca.
3-4 „meðal“ þorskar) og 118 sinnum
með umframafla á milli 10 og 20 kg.
Samtals 280 landanir af 727
(38%). Í tæpum 70% tilfella var
umframaflinn 50 kg og minni.
Umframafli var alls 46,7
tonn. Meðaltalið var því 64 kg í róðri
hjá þeim 229 bátum sem lönduðu meira en 800 kílóum eftir daginn. 16 þeirra voru með rúman fimmtung
umframaflans.
Umframaflinn var um 1,3% af heildarafla
strandveiðibátanna, sem í heild máttu veiða u.þ.b. 2,5% af heildarafla þorsks
9-20-2008.
87 strandveiðibátanna fóru 1
sinni fram yfir og 37 bátar tvívegis.
169 bátar fóru 1-4 sinnum yfir leyfileg mörk, eða 73% bátanna 229.
Sá bátur sem fór mest framyfir
800 kg í róðri endurtók það 15 sinnum og varð umframafli hans 4-8-2 kg, að
meðatali 188 kg í hverri sjóferð.
Sá sem oftast fór fram yfir (16
sinnum) veiddi 483 kg meira en hann mátti, eða 30 kg að meðaltali í róðri.
Heildarafli strandveiðibáta sl. sumar var 3452 tonn, eða 543 tonnum minna en það sem þeir máttu veiða (-14%).