dag undirritað reglugerð um stjórn makrílveiða íslenskra skipa árið 2010.
Í reglugerðinni er miðað við að ráðherra geti stöðvað
makrílveiðar, þegar búið er að veiða 130 þús. tonn. Þeim viðmiðurnarafla verður ráðstafað til skipa
með þrennum hætti.
3 þúsund tonn til báta sem fyrirhuga að veiða með línu og
handfæri
15 þúsund tonn til aðila sem ekki hafa áður stundað
makrílveiðar
112 þúsund tonnum til skipa sem stunduðu makrílveiðar í
flottroll og nót 2007, 2008 og 2009. Magninu verður skipt eftir aflareynslu og heimilað
verður framsal milli skipa í eigu sömu útgerðar.
Í reglugerðinni er farið inn á nýjar leiðir við úthlutun
veiðiheimilda innan stjórnkerfis fiskveiða sem er að gefa nýjum aðilum tækifæri
til að hefja veiðar á þessum nýja nytjafiski okkar. Fimmtán þúsund tonnum er ætlað til þessara aðila. Þá er
einnig tekið tillit til tilraunaveiða smábáta á makríl undanfarin ár með því að
ráðstafa 3000 tonnum til þeirra.
Þannig má segja að verið sé að koma til móts við flesta
hagsmuni sem ætti að skila sér í fjölbreyttri verðmætasköpun og veiðiaðferðum. Tækifærin við nýtingu markrílsins verða
því vonandi fjölmörg og atvinna sem leiða mun af þeim góð lyftistöng fyrir sjávarbyggðir
viða um land.
Sjá nánar