Reykingar alfarið bannaðar um borð í fiskiskipum og bátum

Rétt áður en páskar skullu á, gaf sjávarútvegsráðuneytið út nokkrar reglugerðir sem vöktu talsverða athygli, m.a. varðandi skötusel og makrílveiðar.  Minna fór fyrir reglugerð sem heilbrigðisráðuneytið gaf út sl. miðvikudag varðandi reykingar um borð í fiskiskipum og bátum.

Reglugerðin hljóðar svo:
1.gr.
Markmið laga um tóbaksvarnir er að draga úr heilsutjóni og dauðsföllum af völdum tóbaks og vernda fólk fyrir áhrifum tóbaksreyks.  Til að fylgja þessu markmiði eftir hefur heilbrigðisráðuneytið ákveðið að banna alfarið reykingar um borð í öllum fiskiskipum og bátum sem leyfi hafa til fiskveiða innan íslenskrar fiskveiðilögsögu frá og með 1. maí 2010.  Gildir þar einu hvort um er að ræða stærstu úthafsveiðiskip eða minnstu strandveiðibáta.
2. gr.
Með tóbaki í reglugerð þessari er átt við tóbaksjurtir (nicotiana) og allan varning unninn að öllu eða einhverju leyti úr þeim til neyslu, svo sem sígarettur, vindla, reyktóbak, neftóbak og munntóbak.  Með reykfærum er átt við áhöld og búnað tengdan tóbaksreykingum, svo sem sígarettupappír, reykjapípur og tæki til að vefja sígarettur sem og annan slíkan varning.    
  
3. gr.
Séu handhafar veiðileyfa staðnir að því að fylgja þessari reglugerð ekki eftir í hvívetna varðar það veiðileyfissviftingu að lágmarki í 3 mánuði og sekt samkvæmt lögum nr. 41, 1.júní 1979 um veiðar og vinnslu innan íslenskrar efnahafslögsögu, að lágmarki kr. 0-0-500 og að hámarki kr. 000-000-5.
Landssamband smábátaeigenda hefur mómælt þessari reglugerð harðlega og telur hana brjóta gróflega gegn mannréttindum.