Ákæra lögreglustjórans á Snæfellsnesi á hendur trillukarli ekki dómtæk


Héraðsdómur Vesturlands hefur vísað frá dómi
ákæru lögreglustjórans á Snæfellsnesi á hendur Jóhanni Rúnari
Kristinssyni.  Lögreglustjórinn
kærði Jóhann Rúnar, sem er skipstjóri og útgerðarmaður Særifs SH, fyrir að hafa
brotið sjómannalög með því að vera lengur en 14 klst. í róðri.  

 

Í ákæruskjali segir að málið sé höfðað gegn
ákærða „fyrir brot á sjómannalögum“ þar sem „útivist hafi verið 16
klukkustundir og 16 mínútur sem er 2 klukkustundum og 16 mínútum lengur en
heimilt er“.  Ákæruvaldið taldi
þetta „varða við a. lið 1. mgr. 3. gr. reglugerðar nr. 4-20-975 um vinnu og
hvíldartíma skipverja á íslenskum fiskiskipum, og 1. sbr. 2. mgr. 64. gr., sbr.
78. gr. sjómannalaga nr. 5-19-35.“, 
eins og segir í úrskurði Héraðsdóms Vesturlands.

,

 

Í úrskurðinum segir um þetta atriði:  „Í 1. mgr. 64. gr. sjómannalaga nr.
5-19-35 segir að sérhver skipverji skuli eiga rétt á nægilegri hvíld og skuli
hámarksfjöldi vinnustunda á viku takmarkaður við 48 klukkustundir að meðaltaldi
reiknað yfir viðmiðunartímabil sem ekki er lengra en 12 mánuðir.  Samkvæmt 2.
mgr. skal miða mörk vinnu- eða hvíldartíma við annað hvort hámarksvinnutíma eða
lágmarkshvíldartíma.  Um hámarksvinnutíma segir meðal annars í 1. tölul. að
hann megi ekki vera lengri en 14 klukkustundir á hverju 24 klukkustunda
tímabili.  Efnislega samhljóða ákvæði er að finna í 1. mgr. 3. gr. reglugerðar
um vinnu- og hvíldartíma skipverja á íslenskum fiskiskipum, nr. 4-20-975.  Brjóti útgerðarmaður eða skipstjóri á móti skyldum þeim sem honum eru lagðar á
herðar í sjómannalögum varðar það sektum, sbr. 78. gr. laganna.“

 

Dómarinn vísaði málinu frá vegna vanreifunar
ákæruvaldsins.  Í úrskurðinum eru
tilgreind þau atriði sem ákæra verður að innihalda svo hún teljist dómtæk.  Í henni er  „aðeins tilgreint hvenær látið var úr höfn á bátnum Særifi
SH-25 og hvenær komið aftur þannig að róðurinn hafi varað lengur en heimilt er.  Auk þess er tekið fram að ákærði hafi verið skipstjóri og vélavörður í
róðrinum.  Þetta eitt og sér getur ekki varðað við fyrrgreind ákvæði
sjómannalaga og reglugerðar um vinnu- og hvíldartíma skipverja á íslenskum
fiskiskipum, sem ákærða er gefið að sök að hafa gerst brotlegur við.  Þannig
skortir með öllu á að því sé lýst hvernig báturinn var mannaður og
vinnufyrirkomulagi um borð en af því leiðir hvort einhver skipverji hafi ekki
fengið tilskylda hvíld lögum samkvæmt.  Samkvæmt þessu eru slíkir annmarkar á
ákærunni að óhjákvæmilegt er að vísa málinu frá dómi.“, eins og segir í úrskurði
Héraðsdóms Vesturlands.

 

Ríkissjóður var dæmdur til að greiða
sakarkostnað þar með talin málsvarnarlaun verjanda.

 

 

LS hefur lengi gagnrýnt túlkun
Landhelgisgæslunnar á vinnu- og hvíldartímaákvæði sjómannalaganna, sem ákæran er
sprottin út frá.  Það er mat LS að
hafið sé yfir allan vafa að brot hafi verið framin áður en kært er og
ákæruvaldinu sigað á viðkomandi með tilheyrandi kostnaði fyrir almenning og
viðkomandi skipstjóra, eins og hér er dæmi um.   Þess má geta að landssambandinu er kunnugt um nokkur
mál sem sprottið hafa útfrá slíkum kærum. 
Þar hafa menn ekki tekið til varna heldur fallist á sektargreiðslu upp á
tugi þúsunda króna.   Eðlilegt
þykir á grundvelli úrskurðar Héraðsdóms Vesturlands að viðkomandi aðilum verði
endurgreitt og þeir beðnir afsökunar á óþægindum sem þeir hafa orðið fyrir.

Það er von að með úrskurði Héraðsdóms
Vesturlands linni þessum látum og menn sem hafa full skipstjóraréttindi séu
ekki kærðir fyrir að vera lengur en 14 klst. á sjó. 

 

Úrskurður Héraðsdóms Vesturlands .pdf