Trillukarlar á Hólmavík byggja fjölnota hús

Fyrir
nokkru var tekið í notkun fjölnota hús á Hólmavík, sem er í eigu trillukarla á
staðnum, Kaupfélags Steingrímsfjarðar og Strandabyggðar.  Húsið stendur á hafnarbakkanum og hýsir
fiskmarkaðinn og mun í framtíðinni þjóna margvíslegri starfsemi.  Nú er húsnæðið undirlagt af grásleppuverkun. 

Lofa
menn hina nýju aðstöðu og segja hana koma mjög vel út.  Rými sé mikið og staðsetning
húsnæðisins eins og best verður á kosið.

 

Hólmvíkingum
er hér með óskað til hamingju.

 

Hér
má sjá myndir af húsinu og starfseminni þar
.