Ársfundur Gildis – 3,67 milljarðar töpuðust vegna víkjandi láns

Á ársfundi Gildis lífeyrissjóðs sem lauk fyrr í kvöld lagði
Örn Pálsson framkvæmdastjóri LS fram fjölmargar spurningar.   Ein þeirra fjallaði um víkjandi lán sjóðsins til Glitnis, engar tryggingar né veð á bakvið.

 

„Hver er skýring þess
að Gildi lífeyrissjóður lánar Glitni hf, banka í einkarekstri, víkjandi lán að
upphæð 3,69 milljarðar?“

„Hver eða hverjir tóku
ákvörðun um þetta lán, hver eða hverjir bera ábyrgðina og hvað lá til
grundvallar ákvörðuninni?  Hvað
gekk mönnum til?“
spurði Örn.

 

Í svari formanns stjórnar og framkvæmdastjóra kom fram að um
sameiginlega ákvörðun hafi verið að ræða hjá stjórn og stjórnendum
sjóðsins.  

Í ársskýrslu sjóðsins kemur fram að víkjandi lán hafi verið
afskrifuð að fullu og ekki gert ráð fyrir að neitt fáist upp í þær kröfur.

 

Til samanburðar skal þess getið að heildariðgjöld allra
sjóðfélaga Gildis á síðasta ári var 3,53 milljarðar eða 160 milljónum lægri en
það sem tapaðist.

Nánar verður fjallað um ársfundinn á næstu dögum.