Til hamingju ÆGIR

 

Í dag fagna félagsmenn í Bátafélaginu Ægi hálfrar aldar
afmæli félagsins.  

Það var 29. apríl 1960 sem smábátaeigendur í Stykkishólmi
komu saman til fundar á kaffistofu Sigurðar Ágústssonar í þeim tilgangi að
stofna með sér formlegan félagsskap. 
 Bátafélagið Ægir varð að
veruleika á fundinum.  Formaður var
kosinn Höskuldur Pálsson, Lúðvíg Halldórsson ritari og Kristján Jakobsson
gjaldkeri.  Varamenn voru Ingvi
Kristjánsson og Ingvar Breiðfjörð.

Allar götur síðan hefur félagið verið vel virkt og fundað
reglulega. 

Stykkisholmur_7-10-100.jpg

Formenn Bátafélagsins Ægis hafa verið eftirtaldir:

Höskuldur Pálsson             1960
– 1976

Lúðvíg Halldórsson                        1976
– 1986

Björgvin Guðmundsson                  1986
– 1990

Kristinn Gestsson                          1990
– 1991

Símon Sturluson hefur gengt formennsku frá 1991.

 

Nú eru félagsmenn í Bátafélaginu Ægi 47 og munu þeir fagna
50 ára afmælinu á Veitingastaðnum Fimm Fiskum á morgun.

 

Landssamband smábátaeigenda óskar Bátafélaginu Ægi til
hamingju með afmælið og þakkar af heilum hug fyrir þátt félagsins í réttindabaráttu
smábátaeigenda.

 

Sjá nánar um Bátafélagið Ægi