Strandveiðar lögfestar


Alþingi
hefur samþykkt frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um
strandveiðar.  Lögin fara nú í
hefðbundið ferli til undirskriftar og birtingar.  Reglugerð verður gefin út fljótlega og umsóknir um leyfi
afgreiddar frá Fiskistofu.

 

Gera
má ráð fyrir að fyrsti dagur strandveiða verði 10. maí nk.

 

Ein
breyting var gerð milli annarrar og þriðju umræðu en hún felur í sér að
óheimilt verður að stunda strandveiðar þrjá daga í viku, föstudag, laugardag og
sunnudag.

 

Það
eru Landssambandi smábátaeigenda mikil vonbrigði að breytingartillaga
minnihlutans sem Einar Kristinn Guðfinnsson flutti hafi verið felld með 29
atkvæðum gegn 16.  Tillagan
fjallaði um að veiðar strandveiða mundu ekki skerða veiðiheimildir annarra
skipa, heldur vera viðbót við útgefinn heildarafla.

Fyrir
þessu sjónarmiði talaði LS á öllum stigum málsins og benti margsinnis á að
þannig hefði framkvæmd strandveiða verið kynnt.  

Sjónarmiði LS verður áfram haldið á lofti og allt reynt til
að gera framangreindar breytingar á lögunum, enda um sanngirnismál að ræða eins
og fyrrum sjávarútvegsráðherra Einar Kristinn Guðfinnsson komst að orði.  Undir sjónarmið Einars tók samflokksmaður
hans í sjávarútvegsnefnd Jón Gunnarsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í sjávarútvegsnefnd
Sigurður Ingi Jóhannsson og annar tveggja fulltrúa Vinstri grænna í sjávarútvegsnefnd
Björn Valur Gíslason.

 

Með
því að blikka hér má hlusta á umræðuna.


Sjá einnig orðsendingu frá Fiskistofu um umsóknir um leyfi til strandveiða.