Utanríkisráðherra hlynntur aukningu þorskkvóta?

Í
umræðu á Alþingi um óundirbúnar fyrirspurnir ræddi Ásbjörn Óttarsson um
aukningu þorskkvótans.  Hann
vitnaði til ummæla utanríkisráðherra sem hann viðhafði í 2. umræðu um
strandveiðar.

Í
ræðu sinni átaldi Ásbjörn harðlega að það stæði yfir endalaus skoðun.  Nú væri kominn tími aðgerða.  Auka þyrfti þorskkvótann tafarlaust.  Hann vitnaði máli sínu til stuðnings í
skýrslu Hafrannsóknastofnunar að þó þorskkvótinn yrði aukinn um 40 þús. tonn
mundi þorskstofninn stækka úr 702 þús. tonnum í 718 þús. tonn. 

 

„Ef
hægt er að sýna fram á að það sé hægt að gera þetta án þess að stofninn minnki,
þá er ég til í þann dans.“, kom meðal annars fram hjá utanríkisráðherra Össuri
Skarphéðinssyni. 

 

Hlusta
á umræðuna hér

,