Ekki farið fram á lengingu grásleppuvertíðar

Grásleppunefnd Landssambands smábátaeigenda hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki skuli sótt um framlengingu á yfirstandandi grásleppuvertíð.

Að óbreyttu verður vertíðin því 62 dagar og lokadagur fyrir þá sem hófu veiðar 10. mars mánudagurinn 10 maí nk.
Frá Noregi berast þær fréttir að veiði verði að öllum líkindum eitthvað meiri en á síðasta ári.
Sama heyrist frá Grænlandi.
Vertíðin á Nýfundnalandi hefst að öllum líkindum í næstu viku.  Aðstæður þar eru nú allt aðrar og betri en hin síðari ár.  Öll veiðisvæðin eru íslaus og sjávarhiti hærri en til langs tíma.
Veiðin á Íslandi er komin vel yfir 9 þúsund tunnur, eða um 36% meiri en á sama tíma í fyrra.

Elding ályktar – óraunhæfur niðurskurður á þorskkvótanum eyðileggur markaði