smábátaeigenda og Triton ehf hafa unnið að því á undanförnum árum að leita
leiða til að gera verðmæti úr grásleppunni eftir að hrognin hafa verið tekin úr
henni.
Á
ýmsu hefur gengið í þessu starfi.
Framan af fönguðu þátttakendur fátt annað en vonbrigði, þar með talinn áhugi
AVS á að styrkja framtakið. Frá
2008 hefur hins vegar orðið viðsnúningur. Tekist hefur að skapa
markað fyrir vöruna í Kína sem lofar góðu. Á sl. ári tók þessi markaður við 75 tonnum af grásleppu
án hrogna. Viðtökur við vörunni
hafa verið ágætar sem skýrist best á að Kínverjar vilja nú kaupa tvöfalt meira
en í fyrra.
Í
fyrra styrkti AVS verkefnið „Grásleppan í land“ um 4 milljónir og nú hefur
verkefnið „Grásleppan í sókn“ verið styrkt um 3 milljónir. Þó sótt hafi verið um hærri upphæðir
kemur styrkveitingin sér vel og eykur möguleika á að markmið verkefnisins náist
sem er að:
·
þróa vinnsluaðferðir á grásleppunni þannig að sem minnst rýrnun verð á
vörunni.
·
að skila grásleppuveiðimönnum verðmætum með því að hirða grásleppuna.
·
að auka magn grásleppu sem komið er með að landi um 200%
Sjá
má lista yfir AVS styrkt verkefni 2010 með því að blikka hér.
,