Blásfiskur – nammi eða dauði?

Áhætta er eitt af því sem örvar okkur mannskepnurnar til dáða.  Margir fá slíka útrás við að stökkva í teygju fram af hamrabjörgum eða út úr flugvél með lítinn flugdreka á bakinu.  Þeir allra áhættusæknustu taka þátt í prófkjöri á Íslandi fyrir sveitarstjórnakosningar.

  

Ein af þessum áhættum er að fara á veitingastað í Japan eða Suður-Kóreu og panta Blásfisk (Blowfish).  Roðið og hluti innyfla þessa fisks er baneitraður, en fiskholdið lostæti í huga Japana og Kóreumanna.  Kokkarnir á viðkomandi veitingastöðum ganga í gegnum stranga þjálfun áður en þeir eru ráðnir til starfa.  
Í Asíu láta u.þ.b. 12 manns lífið árlega við það eitt að leggja sér Blásfisk til munns.
Á íslandsmiðum er ekki sambærilegan fisk að finna.  Engu að síður hafa fiskimenn og fleiri lent í því að leggja sér til munns eitraðar kuðungategundir sem framkalla heiftarlegar sjóntruflanir og veikindi.  Frægasta dæmið um þetta er að finna í einni af frásögnum Gylfa Ægissonar, þá hann var staddur austur af Vestmannaeyjum.
Mynd:  Sakleysislegt kvikindi.  En getur jafnframt verið banvænt.
Puffer-Fish-1.jpg.