Línuívilnun í 20% og trektarbátar með 15%


Breytingar á lögum um stjórn fiskveiða voru
samþykktar á Alþingi 22. mars sl.  
Meðal þeirra voru að frá og með deginum í dag,
1. júní, hækkar línuívilnun úr 16% í 20%. 
Auk þeirra sem fengið hafa línuívilnun bætast nú við dagróðrabátar þar sem
línan er stokkuð upp í landi (trektarbátar), þeir fá 15% ívilnun.

 

Miklum þrýstingi var beitt í því skyni að Alþingi gengi skrefið til fulls
þannig að dagróðrabátar með beitningavél fengju einnig ívilnun.  Því miður náðist það ekki að þessu
sinni, en jákvæður hljómgrunnur var fyrir málinu og mun það nýtast í næstu
atrennu.
,