Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ítrekar andstöðu gegn inngöngu í ESB

 

Jón Bjarnason
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hélt ræðu á sjómannadeginum í Reykjavík þar
sem hann ávarpaði sjómenn.  Meðal
þess sem ráðherrann kom inn á var eftirfarandi:

ESB

„Ég styð ekki
inngöngu í ESB frekar en hagsmunasamtökin í sjávarútvegi“

 

Bætt nýting –
allan afla að landi án undantekninga

„Það er mín
eindregna skoðun að koma eigi með allan afla að landi“

 

Starfshópur um
endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins

„Markmiðið var
og er að ná fram alvöru breytingum á núverandi sjávarútvegsstefnu þannig að
greininni verði sköpuð góð rekstrarskilyrði til framtíðar, fiskveiðar verði
stundaðar með sjálfbærum hætti og sem víðtækust sátt náist um
fiskveiðistjórnunina meðal þjóðarinnar.“

 

Strandveiðar

„Með
strandveiðunum hefur færst líf í sjávarþorpin og fólkið fær aftur á tilfinninguna
að fiskurinn í sjónum sé sameign þjóðarinnar, en ekki eign einhverra fárra.

 

Sjá ræðuna í
heild – blikka hér.pdf