Grásleppuvertíðin bregst fjórða árið í röð á Nýfundnalandi

Nú liggur fyrir að grásleppuvertíðin á Nýfundnalandi mun ekki skila miklu árið 2010.  Samkvæmt heimildum LS verður veiðin þar ekki mikið meiri en 800 tunnur.  Það er næst lakasta veiði frá upphafi atvinnuveiða þar í landi, en lakasta árið var í fyrra, 466 tunnur.  

Það er óhætt að segja að Bleik sé brugðið.  Nýfundnaland var um áraraðir með stærstu sneið „grásleppuhrognakökunnar“.  Eitthvað gerðist árið 2007 sem engin einhlít skýring er til á.  Þá hrundi veiðin í 3500 tunnur, eða þriðjung þess sem nýfundnalenskir veiðimenn áttu að venjast til áratuga.
Veiðin á Íslandi til dagsins í dag er tæplega 0-6-14 tunnur og allt bendir til að vertíðin verði sú aflasælasta síðan 1988.
Verð á grásleppuhrognum hefur verið mjög gott á yfirstandandi vertíð og ættu þessi tíðindi frá Nýfundnalandi vart að hafa neikvæð áhrif þar á, nema síður væri.  
Graslkaviar.png  
Rauður og svartur grásleppukavíar