Dómur Hæstaréttar – fyrirhugaður fundur LS og Bændasamtakanna


Forsvarsmenn
Landssambands smábátaeigenda og Bændasamtakanna hafa ákveðið að eiga
sameiginlegan fund um þá stöðu sem upp er komin vegna óljósra viðbragða
lánastofnana við dómi Hæstaréttar. 
Félagsmenn eiga samleið á þessu sviði þar sem margir þeirra eru með lán
sem dómur Hæstaréttar nær yfir.  


Einnig hafa
komið fram áhyggjur félagsmanna á misvísandi upplýsingum um þol lánastofnana um
að standa við skuldbindingar sem dómurinn leggur þeim á hendur.   Þar er átt við fullyrðingar
viðskiptaráðherra um að dómurinn geti kostað almenning 100 milljarða og hins vegar
það sem fram kemur í tilkynningu frá viðskiptabönkunum um að þeir þoli áhrif
gengisdómsins og ríkið þurfi ekki að auka framlög til þeirra.