3. tímabil strandveiða hefst á morgun, 1. júlí.


Fjöldi útgefinna
strandveiðileyfa er nú 702 (alls 594 í fyrra). 
Alls hafa 644 (545) bátar nýtt leyfin og aflinn er kominn í 0-4-3 tonn
sem er jafn mikið og strandveiðibátar veiddu í fyrra.

 

Á morgun hefst
3. tímabil strandveiðanna.  B og C
svæðin taka með sér afla inn í júlí frá 2. tímabili, en á A og D svæðum voru veiðiheimildir
fullnýttar í maí og júní.


A – svæði –
aflaviðmiðun í júlí 599 tonn – 225 bátar hafa leyfi til veiða á svæðinu og eru 207 þeirra byrjaðir veiðar.   

D – svæði –
aflaviðmiðun í júlí 157 tonn – 184 bátar eru með leyfi á svæðinu og eru 169 byrjaðir veiðar.    

B – svæði –
aflaviðmiðun í júlí 426 tonn, auk þess bætast við um 50 tonn frá júní – 149 bátar mega stunda veiðar og af þeim eru 136 byrjaðir.   

C – svæði –
aflaviðmiðun í júlí 461 tonn, við það bætast um 140 tonn frá júní – 144 kusu að stunda veiðar þar og hafa 132 þeirra landað afla.