Ótímabær lokun á strandveiðar – Fiskistofa ofáætlar afla


Eins og fram kom hér á síðunni í gær auglýsti
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið lokun veiðisvæða A og D frá og með
deginum í dag.  Ákvörðunin er tekin
á grundvelli áætlunar Fiskistofu á afla viðkomandi svæða.

 

Þegar skoðaðar eru aflatölur kemur hins vegar í
ljós að eftir er að veiða  74 tonn
á svæði A og 58 tonn á D svæði. 
Óánægju gætir með þetta bráðlæti Fiskistofu hjá strandveiðimönnum á
þessum svæðum, sérstaklega á það við svæði D þar sem ördeyða hefur verið á
miðunum síðustu daga.


Sjá nánar:   Strandveiðar aflastaða.pdf