Meðhöndlun Makríls

Þess er að vænta að makrílveiðar á handfæri aukist til muna í kjölfar þess að strandveiðibátar geta nú sótt um makrílveiðileyfi.  Öðrum fiskiskipum með leyfi til veiða í atvinnuskyni eru þessar veiðar að sjálfsögðu heimilar.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið og Landssamband smábátaeigenda vilja vekja athygli á því hversu viðkvæmt hráefni makríllinn er.  Afar brýnt er að aflinn sé settur jafnóðum í krapa og hann kemur um borð.  Huga verður sérstaklega að því að nægur ís sé með í för.  Til að ná hámarks kælingu er 1% salt sett í krapann til að ná -1° kælingu.  Vegna rauðátu í makrílnum eru menn hvattir til að vera ekki lengur en daginn að veiðum.  Rauðátan étur sig út í gegn ef of langur tími líður þar til fiskurinn er frystur.
Almennt er álitið að makríllinn sé í bestu ásigkomulagi frá markaðslegu sjónarmiði á haustmánuðum og fram á vor.  Makríll sem veiddur er við Ísland og rétt meðhöndlaður fyrir vinnslu og unninn á réttan hátt selst fyrir gott verð í Evrópu og Asíu.
Makrílmynd.png
    

Meira af baráttu Greenpeace