Sjaldséðar hvítar grásleppur

Grásleppuvertíðin við Nýfundnaland 2010 er sú næst lélegasta frá því atvinnuveiðar hófust þar við land.  Talið er að heildarveiðin verði í kringum 800 tunnur.  Þetta er innan við 5% af því sem vertíðin hérlendis mun skila.

Sá sjaldgæfi atburður átti sér hins vegar stað hinn 10. júní s.l. að John Taylor og Clayton Taylor grásleppuveiðimenn frá St. Anthony við Raleigh flóann nyrst á Nýfundnalandi veiddu skjannahvíta grásleppu, sér til mikillar undrunar.  Hvorugur þeirra hafði heyrt um slíkan atburð áður þar um slóðir.
Þess mun dæmi að slík grásleppa hafi veiðst hér við land.  
Án þess að nokkuð samhengi sé beinlínis þarna á milli er gaman að geta þess að Raleigh flóinn hét áður Ha Ha flói. 

albinoi.png
Mynd:  Hvítinginn sem veiddist við Nýfundnaland nú nýverið.  Af svipbrigðum að dæma var sleppan álíka hissa og veiðimennirnir.

Sjálfstæðismenn í Bolungarvík vilja bjóða út rannsóknir á lífríki hafsins