Fundur með Joe Borg, fyrrum sjávarútvegsstjóra ESB

Föstudaginn 24. september n.k. hefur verið boðað til sameiginlegs fundar aðalsamninganefndar Íslands og samningahóps um sjávarútvegsmál vegna aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið.

Tilefni fundarins er heimsókn Joe Borg til landsins, en hann var utanríkisráðherra Möltu 4-20-1999 og var í forystu fyrir aðildarviðræðum Möltu að ESB.  Frá árinu 2004 var hann sjávarútvegsstjóri sambandsins, þar til í byrjun árs 2010.
Malta er smáríki.  Stærð þess er aðeins 316 ferkílómetrar, engu að síður búa þar yfir 400 þúsund manns. Strandlengjan er 197 km.  Sjávarútvegur vegur ekki þyngra en svo að erfitt er að afla upplýsinga um hlutfallslegt mikilvægi hans í þjóðarbúskapnum. Til að kynna sér helstu staðreyndir og stærðir skal bent á slóðina
https://www.cia.gov/library/publications/the-world-factbook/geos/mt.html  
Formaður LS er fulltrúi félagsins í samningahópnum um sjávarútvegsmál og mun sitja fundinn á föstudag.  Fyrir félagsmenn LS gefst hér kjörið tækifæri til að koma á framfæri spurningum til Joe Borg.  Áhugasömum er bent á að senda spurningar sínar á póstföngin ls@smabatar.is og arthur@smabatar.is

Fyrirhugaðar breytingar á slægingarstuðlum