Í gær gekk dómur í máli Víkurvers ehf – V – gegn
Landssambandi smábátaeigenda – L – og Gildi lífeyrissjóði. Í málinu var tekist á um hvort L bæri
að endurgreiða V félagsgjöld sem V hafði greitt eftir að fyrirtækið hafði sagt
sig úr L.
Dómsorð Hæstaréttar voru eftirfarandi: „Héraðsdómur skal vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur
niður.“.
Dómsorð Héraðsdóms voru eftirfarandi: „Stefndu Gildi lífeyrissjóður og
Landssamband smábátaeigenda skulu vera sýkn af kröfum stefnda, Víkurvers ehf, í
máli þessu. Málskostnaður fellur
niður.“.
Hlusta má á umfjöllun RÚV og fréttastofu
Bylgjunnar af málinu með því að blikka á meðfylgjandi.