Samþykktir aðalfundar um strandveiðar


Á
nýafstöðnum aðalfundi LS urðu töluverðar umræður um strandveiðar.  Fram kom almenn ánægja með
strandveiðarnar, en einnig að sníða þyrfti af nokkra annmarka.  Þar reis einna hæst sú breyting sem
gerð var að viðmiðunarafli í þorski fyrir strandveiðar skuli dragast frá
aflaheimildum annarra skipa.

26. aðalf.jpg

Á
aðalfundinum var eftirfarandi samþykkt sem vísar beint til strandveiða:


Heildarpottur reiknist í
þorskígildum

Sjávarútvegsráðherra beiti sér fyrir
lagfæringu á strandveiðikerfinu þannig að heildarpottur hvers svæðis sé
reiknaður í þorskígildum eins og dagsafli hvers báts, að öðrum kosti er ekkert
gagn í þorskígildisreglunni þar sem potturinn klárast enn fyrr þar sem hann er
reiknaður í kíló fisk.

 

Veiðiheimildir verði
dregnar frá stofnstærðarmati

LS
styður áframhaldandi strandveiðar, enda verði svæðaskipting áfram með sambærilegum
hætti og síðustu ár og veiðiheimildir inn í kerfið verði dregnar frá
stofnstærðarmati. 

Einnig
verði strandveiðibátum heimilt að skrá sig út úr kerfinu um mánaðamót án þess
að hafa rétt til þess að hefja aftur strandveiðar á yfirstandandi fiskveiðiári.