Lög um lögskráningu á smábáta taka gildi 1. nóvember


Fyrr á þessu ári samþykkti Alþingi frumvarp þv.
samgönguráðherra um lögskráningu sjómanna.  Ný lög kveða m.a. á um að frá og með 1. nóvember nk. verður
skylt að lögskrá áhafnir allra smábáta. 

 

Allt frá 1988 hefur LS getað varist kröfum
sjómannasamtakanna og LÍÚ um lögskráningu á smábáta.  Frumvörp hafa verið lögð fram á Alþingi um málefnið, en
málin dagað uppi eða ekki reynst þingmeirihluti fyrir lögskráningu á
smábáta.  

Á þessu ferli varð breyting 5. maí sl. þegar
Alþingi ákvað að lögskráning sky
ldi ná til allra skipa sem stunda veiðar í
atvinnuskyni.  Í meðförum þingsins
kom LS á framfæri mótmælum og studdi mál sitt sterkum rökum. 

 

Sjá  Umsögn LS – lögskráning.pdf

Umsögn br. á L.m.e-lit m. skipum.pdf

           

Siglingasstofnun mun sjá um framkvæmd
lögskráningarinnar og hefur verið unnið að undirbúningi fyrir rafræna skráningu.  Allt á að vera tilbúið nk. mánudag – 1.
nóvember fyrir rafræana skráningu.  
LS hvetur félagsmenn til að kynna sér málefnið með því að fara inn á
Siglingastofnun, þar sem m.a. eru gefnar leiðbeiningar um skráningu.

Skilyrði fyrir lögskráningu á smábáta eru:

            1.            Gilt
haffærisskírteini

            2.            Áhöfnin
sé tryggð

            3.            Atvinnuskírteini
í gildi

            4.            Áhöfn
hafi farið á öryggisfræðslunámskeið

 

Það skal tekið fram að þeir sem ekki hafa lokið
öryggisnámskeiði hjá Slysavarnaskóla sjómanna eða öðrum viðurkenndum aðilum, er
gefinn frestur í 180 lögskráningardaga. 
Gera má ráð fyrir að boðið verði upp á námskeið víða um land til að afla
sér þessara réttinda.

 

Þess má geta að LS fór, nú í vikunni, fram á að
samgönguráðherra mundi með reglugerðarákvæði veita smábátaeigendum árs
aðlögunartíma til lögskráningar. 
Við því varð ekki orðið þar sem ráðuneytið telur lög ekki heimila slíkt.   Vart þarf að taka það fram hér,
að LS er ekki sammála túlkun ráðuneytisins.


Sjá fyrri fréttir af lögskráningu:

LS mótmælir harðlega

Lögskráning úrelt fyrirbrigði

LS mótmælir frumvarpi um lögskráningu