Á aðalfundi LS var upplýst að mikið af grásleppu
veiddist sem meðafli í flottroll við síld- og makrílveiðar. Sjónarvottar sögðu frá heilu körunum
fullum af grásleppu sem komið hefðu við löndun úr flottrollsskipum. Grásleppuveiðimenn lýstu áhyggjum sínum
vegna þessa og töldu brýnt að veiðieftirlit Fiskistofu hefði meira eftirlit með
löndun þessara skipa.
Aðalfundur LS samþykkti eftirfarandi um málefnið:
„Fiskistofa (veiðieftirlit) safni upplýsingum
um hversu mikið magn af grásleppu er landað sem meðafla úr uppsjávarveiðiskipum. Fundurinn lýsir áhyggjum sínum
vegna þeirra hundruða tonna af grásleppu, sem veiðist sem meðafli í flottroll.
Hermt hefur verið að umtalsvert magn grásleppu
slæðist með í flottroll við síld- og makrílveiðar.“