Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
hefur sett á fót samráðsvettvang um nýtingu helstu nytjafiska. Meðal markmiða með vinnu vettvangsins
er að fá fram hlutlaust mat á núverandi nýtingarstefnu og aflareglu og komast
að því hvort rétt sé að leggja til breytingar.
Í stýrihóp verkefnisins eru Skúli Skúlason
rektor Hólaskóla sem fer fyrir hópnum, Sveinn Kári Valdimarsson forstöðumaður Náttúrustofu
Reykjaness og Daði Már Kristófersson dósent hjá Háskóla Íslands.
Auk þeirra eru fulltrúar frá Hafró: Jóhann Sigurjónsson og Einar
Hjörleifsson, frá LÍÚ: Kristján Þórarinsson og frá LS: Örn Pálsson