Afstaða LS varðandi strandveiðar

Undanfarið hefur því ítrekað verið haldið fram að LS væri andsnúið strandveiðikerfinu og frjálsræði til krókaveiða.  Fátt er fjær sanni:  öll barátta félagsins sl. aldarfjórðung hefur verið í þá veru.  Á sama tíma glímdi félagið hins vegar við stjórnvöld sem voru mjög ákveðin í að kvótasetja alla í botnfiskveiðunum, litla sem stóra.  Síðasta vígið í þessu sambandi féll 2004, þegar stjórnvöld afnámu svokallað dagakerfi, þvert á gefin fyrirheit.  

Enn eru grásleppuveiðarnar utan kvóta og verður svo vonandi áfram.
LS fagnaði heilshugar tilkomu strandveiðikerfisins.  Til vitnis um þetta eru samþykktir svæðisfélaganna, sem og samþykktir stjórnarfunda og aðalfunda LS.  Þá ætti að vera létt verk að fá þetta staðfest hjá sjávarútvegsráðuneytinu sem og þeim sem setið hafa í sjávarútvegsnefnd Alþingis.
Hér með eru þeir sem um þetta fjalla, hvattir til að kynna sér þessi mál.  

Aðgát skal höfð