Í
samstarfi við Háskólann á Akureyri og Seanergy í Færeyjum hefur BioPol á
Skagaströnd í nokkur misseri rannsakað nýtingu á grásleppuhvelju til
kollagenframleiðslu. Meginmarkmið
rannsóknarinnar er að kanna hvort grásleppuhveljan geti hentað framleiðslu á
kollageni sem nýta mætti í snyrtivörur.
Sýnishorn
af framleiðslunni hafa verið send til Junca Gelatins á Spáni þar sem
framkvæmdar voru úttektir á gæðum. Því
miður reyndust gæði framleiðslunnar ekki nægjanlega góð í samanburði við hefðbundna
framleiðslu.
Rannsóknin
er styrkt af AVS rannsóknasjóði í sjávarútvegi.